Um Pup Cove

Um Pup Cove

Pup Cove hefur á að skipa einvala liði sérfræðinga í ERP kerfum. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja viðskiptavini okkar, gera vandaðar greiningar á starfsumhverfi þeirra og leggjum megináherslu á hátt þjónstustig.
Það auðveldar okkur að veita viðskiptavinum okkar góðar kerfislausnir sem skila sér í vinnusparnaði og hagræðingu í rekstri. Við fjárfestum í góðum mannauði og hvetjum starfsfólk okkar í þekkingaröflun á tímum þar sem hlutirnir breytast ört.
Þannig náum við því markmiði að miðla mikilli þekkingu okkar áfram til viðskiptavina.

Fjölbreytileikinn í viðskiptamannahóp okkar teljum við vera einn af okkar styrkleikum en meðal starfsemi þeirra eru fjölmiðlar, fjarskiptafyrirtæki, hótel, bílaumboð, veitingastaðir o.fl.
Lögð er ofuráhersla á gæði þess hvernig við vinnum og hvernig við umgöngumst viðskiptavini okkar sem er okkur jafnmikilvægt og þjónustan, vörurnar og ráðgjöfinsem við veitum.
Þetta er styrkleiki Pup Cove og setur okkur í fremstu röð á hugbúnaðarmarkaðnum.

Við setjum stefnuna í hæsta klassa á okkar sviði og er umhugað um þjónustu við viðskiptavini okkar.

Hvar erum við?

Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur